Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Sigurður A. Magnússon

„Vísast er ég að eðlisfari félagslyndur einfari…“ segir Sigurður A. Magnússon um sjálfan sig í þessu lokabindi ævisögu sinnar þar sem hann rekur viðburði áranna frá því um 1980 og til þessa dags. Í bókinni kynnumst við báðum hliðunum því hér er að finna frásagnir af mönnum og málefnum auk þess sem rakin eru einörð afskipti Sigurðar af þjóðmálum. En í bókinni eru líka kyrrlátari kaflar einlægrar og óvæginnar sjálfskoðunar sem helst í hendur við mjög opinskáar lýsingar höfundar á samskiptum við konurnar í lífi sínu.