Flokkar:
Höfundur: Sigurður Pálsson
Ljóðorkusvið er fyrsta ljóðabók Sigurðar Pálssonar eftir að hann lauk við fjórðu þriggja binda ljóðabókasyrpu sína árið 2003.
Það er lífsgleði, lífskraftur í þessari bók sem minnir á flugtak, nýtt upphaf. Með ljóðorku flytur skáldið lesandann upp á nýtt svið, ljóðorkusvið.
Sigurður hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir ljóðasmíðar sínar, hann hefur m.a. verið tilnefndur til Norðurlandaverðlaunanna, í tvígang til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og fengið bóksalaverðlaunin í flokki ljóðabóka. Ljóð hans hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál og árið 1990 sæmdi menningarmálaráðherra Frakklands hann Riddaraorðu bókmennta og lista.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun