Skemmtileg og falleg leikjabók fyrir alla fjölskylduna!
Í bókinni er að finna 65 einfalda og flóknari leiki og góðar hugmyndir að afþreyingu sem halda óskiptri athygli þátttakenda á öllum aldri. Heimilið og nágrenni þess getur breyst í ævintýraheim með réttu hugarfari og einföldum aukahlutum og allir í fjölskyldunni geta notið þess að taka þátt í góðri samverustund.
Bókin er tilvalin í afmælið, ættarmótið og útileguna.
Höfum gaman saman!