Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Jón Páll Björnsson

Bylting! Þegar hann vaknar á ókunnugum spítala í ókunnugri borg man hann ekki neitt. Ekki baun.
Hann veit ekki hvað hann heitir, veit ekki hver hann er eða hvernig hann komst þangað. En þrátt fyrir það, og fyrir algjöra slysni, hrindir hann af stað byltingu og þremur vikum síðar er hann kjörinn borgarstjóri.
Og það er bara byrjunin á vandræðunum!

Lavander í vanda fjallar um lygileg ævintýri svikahrappsins Lavanders Petrillots. Maðurinn er snillingur að koma sér í vanda og enn meiri snillingur í að græða á honum.