Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Hjörtur Marteinsson

Land til að sauma rósir í er ort í orðastað manns sem snýr aftur á heimaslóðirnar í leit að fortíð í  landi þar sem áttirnar renna hver inn í aðra og Guð færir útgerðarmanninum aflann. Upp hefst ferðalag í tíma og rúmi um eyjuna sem gleypir í sig sumarbirtuna.

Hér dregur verðlaunaskáldið Hjörtur Marteinsson upp mynd af Íslandi fortíðar og nútíðar og staðleysunum þar á milli. Þótt tónninn sé ljóðrænn og dulúðugur má einnig lesa í bókina hárfína ádeilu á þjóðfélag sem er týnt sjálfu sér. En fyrst og fremst magnar skáldið hér upp andrúmsloft sem auðvelt er að týnast í.

4.610 kr.
Afhending