Hvernig ætli sé að eiga brjálaðan uppfinningamann fyrir föður? Kára finnst það oftast skemmtilegt en daginn sem tilraunin með tunguna á frosna rörinu fer út um þúfur og milljónir manna hlæja að feðgunum á YouTube er hann samt ekkert glaðasti ellefu ára strákur í heimi. Þó veit hann ekki að pabbi hans er að spá í miklu háskalegri hluti úti í tilraunaskúrnum sínum þegar enginn sér til.
Krakkinn sem hvarf er fjörug saga úr litlu þorpi þar sem draugar leika lausum hala, stórhættulegt er að stela sér sjampói í sundlauginni, bílar keyra langt út á sjó um miðja nótt og best er að gæta sín vel á því óþekkta.
Þorgrímur Þráinsson hefur um árabil verið einn vinsælasti barna- og unglingabókahöfundur okkar. Hér sendir hann frá sér sem er í senn bráðfyndin og hörkuspennandi. Bókin er tilvalin fyrir stelpur og stráka frá níu ára aldri.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
ATH. Spurt og svarað um rafbækur.
Hljóðbókin er 4 klukkustundir og 59 mínútur að lengd. Kristinn Óli S. Haraldsson les.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun