Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Halldór Baldursson, Silja Aðalsteinsdóttir

Ævintýrabókin Köttur út í mýri geymir 22 íslensk ævintýri úr safni Jóns Árnasonar. Silja Aðalsteinsdóttir hefur valið og endursagt sögurnar svo þær henta börnum á öllum aldri. Listamaðurinn knái Halldór Baldursson hefur síðan myndskreytt sögurnar fagurlega svo úr verður eiguleg bók sem endurnýjar á einstakan hátt kynni íslenskra barna við sagnaarfinn.

Margar sagnanna eru vel þekktar en í bókinni eru til að mynda ævintýrin um Hlina kóngsson, Búkollu og Mjaðveigu Mánadóttur, sögurnar af Grámanni, Velvakanda og bræðrum hans og Himinbjörgu. Þar fer líka Kolrassa krókríðandi mikinn og kerlingin sem vill hafa nokkuð fyrir snúð sinn. Ýmislegt gengur jú á í ævintýraheimum – þar vaða tröllin uppi, þrautir eru lagðar fyrir hugumstórar hetjur og flestir eiga sér einhver leyndarmál.

Bókin er rúmlega 200 síður í stóru broti, þar af eru fjölmargar myndasíður í lit.

Valin besta íslenska barnabókin í árlegri verðlaunaveitingu starfsfólks bókaverslana árið 2009.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 5 klukkustundir og 30 mínútur að lengd. Silja Aðalsteinsdóttir les.

4.960 kr.
Afhending