Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Jónína Óskarsdóttir

Konurnar á Eyrarbakka fjallar um líf og störf kvenna í þorpi sem eitt sinn var aðalverslunarstaður Suðurlands. Eyrarbakki var lengi eitt stærsta þéttbýli á Íslandi og er ríkur af sögu kvenna, sögu um lífið innan og utan heimilis og milli húsa, sem áður var meira samtvinnað en nú. Hjálpsemi, nýtni og þrautseigja einkenndi tilveruna þar sem konur höfðu stóru hlutverki að gegna í ósýnilegu hagkerfi, en voru aldeilis ekki ósýnilegar þá frekar en nú – þó ekki hafi farið miklar sögur af þeim.

Í bókinni eru 38 viðtöl við konur og samtöl um konur sem eru fæddar á tæplega hundrað ára tímabili, ýmist innfæddar, aðfluttar eða brottfluttar. Ekki eru sagðar sérstakar frægðarsögur heldur sögur af hversdagslífi og störfum kvenna sem hafa breyst í áranna rás. Hér má lesa um uppeldi, menningu, mat og menntun, kvennabaráttu og verndun hús, handverk og garðyrkju, félags- og frumkvöðlastörf, veikindi og missi, lífsbaráttu og sjálfsbjargarviðleitni, en líka vináttu, samhjálp og góða granna.