Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Páll Björnsson

Jón Sigurðsson varð að þjóðhetju með forystu sinni í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á 19. öld. Allt frá andláti hans árið 1879 hafa landsmenn hagnýtt sér minningu hans með fjölbreyttum hætti en Jón forseti varð eitt mikilvægasta sameiningartákn Íslendinga á 20. öld.

Bókin fjallar um þetta framhaldslíf Jóns Sigurðssonar sem birtist meðal annars í minnisvörðum sem honum voru reistir og uppbyggingu á stöðum þar sem hann bjó, en einnig í því hvernig 17. júní varð að nokkurs konar þjóðhátíðardegi löngu fyrir stofnun lýðveldis árið 1944.

Þá sýnir bókin hvernig minningarnar um Jón hafa gengið reglulega í endurnýjun lífdaga með sögusýningum, hátíðarhöldum, minnismerkjum, kveðskap, bókaútgáfu, minjagripum, myndverkum og pólitískum deilum. Bókin dregur fram og skýrir á hvern hátt opinberir aðilar, félagasamtök, fjölmiðlar, stjórnmálamenn, fyrirtæki og almenningur hafa gert sér mat úr táknmynd Jóns.

Nýstárleg bók um Jón forseta.