Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Linda Ben hefur notið mikilla vinsælda fyrir ljúffengar uppskriftir sem óhætt er að segja að hafi slegið í gegn á netinu og á samfélagsmiðlum. Kökur er fyrsta bók Lindu en þar leiðir hún lesendur inn í heim sinnar helstu ástríðu.

Bókin hefur að geyma fjölda uppskrifta að dýrindis kökum, eftirréttum og bakkelsi fyrir öll tilefni. Þá má einnig finna ýmis vel varðveitt leyndarmál úr eldhúsi fjölskyldunnar og gagnleg ráð fyrir bakstur og veisluhöld.

Kökur er frábær bók fyrir alla sem hafa gaman af bakstri og vilja reiða fram fallegar og ljúffengar veitingar.

6.930 kr.
Afhending