Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Jón Þ. Þór

Saga Katrínar annarrar keisarynju Rússlands — Katrínar miklu — er ævintýri líkust. Hún komst til valda þegar hún steypti eiginmanni sínum af keisarastóli árið 1762 og ríkti sem alvöld keisarainna í Rússlandi til dauðadags árið 1796.

Á valdatíma sínum kom hún fram miklum umbótum í rússneska keisaradæminu og vann mikla sigra i utanríkismálum. Hún opnaði Rússum leið suður að Svartahafi, færði landamæri ríkis síns út svo um munaði og gerði Rússland að hlutgengu evrópsku stórveldi.

Á efri árum naut hún aðdáunar víða um lönd og heima fyrir fóru vinsældir hennar vaxandi með hverju ári. Rússar gáfu henni viðurnefnið „mikla“ og skáldið Púsjkín lýsti henni sem „viturri móður“ rússnesku þjóðarinnar.