Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Erfitt er að kveðja gamlar venjur, sérstaklega fyrir ellismelli eins og jólasveinana. Sumir sveinar ná ekki takt við tímann en aðrir eru að venjast nýrri tíð.

Í gamla daga voru þeir algjörir prakkarar og villingar, en í dag þurfa þeir að haga sér. Sumir halda sér við gamla siði, á meðan aðrir gangast undir reglum nútímans. Ketkrókur er orðin vegan, Giljagaur vill ennþá mjólk beint frá spenanum, Skyrgámur er með mjólkuróþol, Grýla er Instagram-stjarna og Leppalúði er heimavinnandi húsfaðir.

Í þessari þrælskemmtilegu bók er sagt frá jólasveinunum í gamla daga og sögur þeirra í nútímanum.