Höfundur: Brian Pilkington
Í þjóðsögunum er jólakötturinn risavaxið villidýr sem ráfar um í vetrarsnjónum og leita sér að börnum til að éta. Hér bregður Brian Pilkinton upp mynd af kisa eins og hann gæti litið út núna: flóabitið letiblóð sem jólasveinarnir þurfa að taka í gegn einu sinni á ári.
Þessi skemmtilega saga hentar kattavinum á öllum aldri og flóabitnum letiblóðum sem þyrftu kannski að láta taka sig svolítið í gegn.
Í bókinni má einnig finna yfirlit yfir alla íslensku jólasveinana og í hvaða röð þeir koma til byggða.