Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Hér birtist á prenti fundargerðabók Jafnaðarmannafélagsins á Akureyri frá stofnun þess 1924 fram í ársbyrjun 1932, en þar er hún endaslepp.

Eftir því sem best er vitað hefur Jafnaðarmannafélagið þá hætt störfum og því aldrei verið formlega slitið. Fundargerðir Jafnaðarmannafélagsins eru skilmerkilegar og fróðlegar og er óhætt að telja þær mjög áhugaverðar sagnfræðilegar heimildir. Þær veita dágóða hugmynd um viðhorf og störf félagsmanna og þær hræringar, sem bárust víðs vegar að. Þær bregða því upp fyrir lesendum glöggri skuggasjá af heimi jafnaðarmanna á þeim tíma sem þær voru skráðar. Pétur Pétursson útvarpsmaður og fræðaþulur annaðist útgáfu fundargerðabókanna.

Bókin er gefin út í ritröðinni Ritsafn Sagnfræðistofnunar.

1.260 kr.
Afhending