Höfundar: Þorsteinn J. Vilhjálmsson, Guðni Bergsson

Íþróttaferill Guðna Bergssonar er sannarlega glæsilegur, þó að skipst hafi á skin og skúrir. Hann skaraði fram úr jafnöldrum sínum strax á unglingsaldri, og hefði getað helgað sér handknattleik jafnt sem knattspyrnu sem framtíðarvettvang – en fótamenntin varð fyrir valinu. Eftir glæsilega byrjun og meistaratitla með Val lagðist Guðni í víking og átti glæsilegan feril með enskum stórliðum – fyrst Tottenham Hotspurs og síðan Bolton Wanderers, þar sem hann var í forystu við endurreisn gamals stórveldis. Guðni lék með heimsfrægum knattspyrnumönnum og glímdi við fremstu framherja veraldar – og kann af þeim margar sögur.

Ferill Guðna með íslenska landsliðinu var einnig farsæll, þó að í hann kæmi löng uppstytta, sem ekki hefur verið skýrð til fulls fyrr en nú. Guðni bar gæfu til þess að mennta sig samhliða knattspyrnuiðkuninni og lítur nú öxl sem starfandi lögfræðingur með glögga sýn á fólkið sem hefur verið honum samferða um lífið. Hann er sagnamaður af guðs náð og í farsælu samstarfi við fjölmiðlamanninn og rithöfundinn Þorstein J. hefur hann skapað athyglisverða bók, sem kætir alla þá sem unna góðum sögum – fótboltasögum.

1090

Guðni Bergs - Fótboltasögur

  • 0 reviews
    Engar umsagnir
    0 5 0
  • 50mín.
  • 15mín.

Valmöguleikar

* Verður að fylla út

1.090 kr
Um Forlagið
Forlagið
Forlagið Fiskislóð 39, 101 Reykjavík
Skáldverk, barna- og unglingabækur, kennslubækur, ævisögur og margt fleira frá stærstu bókaútgáfu landsins.

Skrifaðu þína umsögn

Einkunn

Karfan þín

Augnablik...

Augnablik