Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Kött Grá Pjé

Hann kallar þetta ekki endilega ljóð. Og ekki prósa. Frekar texta.

Kött Grá Pjé gefur út hjá Bjarti bókina Perurnar í íbúðinni minni. En hér er titiltextinn.

PERURNAR Í ÍBÚÐINNI MINNI
Ein af annarri dóu perurnar í íbúðinni. Það gerðist ekki sisvona. Ég tók ákvörðunina um vor. Skömmu fyrir jól logaði enn á leslampanum mínum og á ljósinu yfir helluborðinu á eldavélinni. Leslampinn fór á milli jóla og nýárs. Peran yfir helluborðinu dó um miðjan janúar. Um hríð var algjört myrkur. Köttunum virtist vera nákvæmlega sama. Áfram barst daufur bjarmi af götuljósunum inn um stofugluggann. Þó ekki svo að ég sæi til nokkurs gagns. Mikið var það yndislegt. Fljótlega í kjölfar þess tók aftur að vora. Dag einn vaknaði ég í björtu. Þá stóð ég upp og dró fyrir.