Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Guðmundur Ingólfsson lærði ljósmyndun hjá Ottó Steinert við Folkwang Schule für Gestaltung í Essen í Ruhr í Þýskalandi.  Auk þess að öðlast þar sterkan faglegan grunn, sem hann hefur síðan miðlað af til annarra ljósmyndara, þróaði Guðmundur þar myndsýn byggða á hinni nýju hlutlægni.

Meðfram brauðstritinu hefur hann notið þess að ljósmynda á stórar filmur landið og umhverfið og Reykjavík í öllum sínum myndum.  Sýnishorn þeirrar vinnu er í þessari bók.

Auk mynda Guðmundar geymir bókin greinar og frásagnir af myndatökum hans eftir Einar Fal Ingólfsson, Jacob Lillemose, Liv Gudmundsson og Timm Rautert. Ritstjóri er Ingunn Jónsdóttir.

Allur texti bókarinnar er á íslensku og ensku.