Sem ungur drengur í Dölunum var Tómas R. Einarsson hugfanginn af harmonikkuleikurum og bítlahljómsveitum héraðsins. Seinna átti hann eftir að komast í tæri við kontrabassa og djassmúsík og þá varð ekki aftur snúið. Hið sama gerðist þegar kúbönsk músík greip hann heljartökum. Í allri sinni tónsköpun hefur honum auðnast að rjúfa í senn hefðir og ná eyrum alþýðu.
Í þessum bráðskemmtilegu minningum kynnumst við enn einni hlið á Tómasi: sagnamanninum ritfæra sem kann að fanga fólk í einni mannlýsingu og skapa fjörlegar senur með hárfínni blöndu af hlýju og húmor, sem beinist ekki síst að honum sjálfum. Samferðamenn, þekktir og óþekktir, lifna hér á síðunum sem bæði hafa að geyma samfélagslýsingu og persónulega sögu um sorgir og gleði.
ATH. Spurt og svarað um rafbækur.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 12 klukkustundir og 14 mínútur að lengd. Höfundur les.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun