Eldfjallafræðingurinn María Hólm er á leið í flugvél til Parísar. Hinum megin við ganginn situr kona sem gefur henni auga. Daginn eftir sér hún sömu konu á kaffihúsi þar sem hún fær sér morgunverð.
Hver er hún þessi Donna með rödd sem er í senn suðandi þýð og raspandi gróf? Og hvað vill hún Maríu – konunni sem jökullinn skilaði?
Í skáldsögunni Gæðakonur kemur Steinunn Sigurðardóttir að lesandanum úr óvæntri átt. Hún sýnir hér allar sínar bestu hliðar: ískrandi kaldhæðni, flugbeittur stíll, leiftrandi húmor og einstök innsýn í heim alls kyns ásta og erótíkur.
ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun