Flokkar:
Höfundur: Steinunn A. Stefánsdóttir
Skringileg er gleði mín
yfir þunnri húð og rýrnandi vöðvum.
Dularfull er gleði mín
þessi.
Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir er tónlistarkona og skáld. Ljóð sín og lög hefur hún víða flutt og birti þau fyrst á prenti í bókmenntatímaritinu Stínu.
FUGL/BLUPL er önnur ljóðabók Steinunnar sem 2016 sendi frá sér bókina USS.