Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Árni Árnason

Friðbergur forseti hefur náð völdum á Íslandi á vafasömum forsendum, búinn að reka sendiherra Bandaríkjanna úr húsnæði sínu við Engjateig og hefur sjálfur komið sér þar fyrir.

Systkinin Sóley og Ari og skólafélagar þeirra eru ekki sérlega upptekin af þessu en þegar vinum þeirra, Iman og Nabil, hefur verið vísað úr landi bara fyrir það eitt að vera útlendingar er þeim nóg boðið.

Þannig hefst hetjuleg barátta þeirra við Friðberg foresta. En skömmu síðar fara börn að hverfa og svo virðist sem einhver hryðjuverkasamtök standi á bak við það. Friðbergur forseti er fyndin, hugljúf og spennandi saga um kraftmikla krakka sem þora að hafa hátt og berjast gegn ranglæti – og fyrir betra samfélag.