Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Guðmundur Jónsson

Hvaða hugmyndir hafa Íslendingar gert sér um fullveldi? Er hægt að framselja hluta þess? Hvaða áhrif hefur fullveldið haft á íslenskt samfélag og samskipti Íslendinga við önnur ríki? Getur Ísland haldið fullveldi sínu í hnattvæddum heimi?

1. desember 1918 markar mikil tímamót í sögu Íslendinga en þá rættust óskir þeirra um að fá viðurkenningu á fullveldi Íslands. Þessi breyting fól í sér óskoraðan rétt Íslendinga til að ráða sínum innri málefnum og jafnframt varð Ísland fullgildur aðili í alþjóðasamfélagi fullvalda ríkja. Í tilefni af aldarafmæli fullveldisins hefur hópur fræðimanna rýnt í þýðingu tímamótanna 1918 og hvaða merkingu og áhrif fullveldishugmyndin hefur haft í íslensku samfélagi.

Í bókinni eru greinar eftir 13 höfunda, lögfræðinga, sagnfræðinga og stjórnmálafræðinga, sem skoða fullveldið frá ólíkum fræðilegum sjónarhornum. Ritstjóri bókarinnar er Guðmundur Jónsson og auk hans er ritnefndin skipuð þeim Guðmundi Hálfdanarsyni, Ragnhildi Helgadóttur og Þorsteini Magnússyni.

4.840 kr.
Afhending