Höfundur: Þórður Tómasson
Í þessari bók rekur Þórður meðal annars gamalt orðafar um raddfæri og málfar, geð- og skapbrigði, svefn og svefnhætti, fjallar um lækningajurtir og matargerð fyrri alda og greinir frá margvíslegum fróðleik um mannlíf og menningu fyrri tíðar undir Eyjafjöllum og víðar um Suðurland. Í bókarauka birtist ítarleg ritaskrá höfundar. Fræðabálkur að ferðalokum er síðasta bókin sem Þórður gekk sjálfur frá. Handrit bókarinnar lá fyrir árið 2021 og höfundur vann að frágangi verksins allt fram á dánardægur, en hann lést liðlega aldargamall 27. janúar 2022. Þetta er 35. bók Þórðar Tómassonar og sú áttunda sem Sæmundur gefur út eftir hann.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun