Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Magnús Þór Helgason

Kormákur, fertugur lektor við Háskóla Íslands, er nýfluttur til Íslands ásamt fjölskyldu sinni eftir nokkurra ára námsdvöl í Stokkhólmi.

Hann er leiður á sífelldum barsmíðum eiginkonunnar og stofnar til sambands við Kolbrúnu, ungan stúdent við Háskólann sem hakkar sig inn á tölvukerfi og smíðar vélmenni í frístundum sínum. Kormákur kynnist heimi á netinu sem vekur upp ýmsar spurningar um friðhelgi einkalífsins. Á framhjáhaldið eftir að hafa ófyrirséðar afleiðingar?

Á sama tíma skoðar lögreglan á Íslandi dularfulla bylgju sjálfsmorða þar sem talið er að um morð séu að ræða í einhverjum tilfellum. Er einhver að fela spor sín?

Vefurinn er önnur skáldsaga Magnúsar Þórs Helgasonar. Árið 2016 kom út fyrsta skáldsaga Magnúsar, spennusagan Bráð.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun