Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Mary Wollstonecraft Shelley

Frægasta hryllingssaga í heimi í fyrsta skipti óstytt á íslensku í þýðingu Böðvars Guðmundssonar.

Elding varpaði ljósi á veruna og sýndi greinilega lögun hennar, risavaxna og vanskapaða og skelfilegri en nokkur mennsk vera. Ég vissi um leið að þetta var aumi, viðbjóðslegi óskapnaðurinn sem ég hafði vakið til lífsins. Hvað var hann að gera hér?

Námsmaðurinn Viktor Frankenstein er haldinn þeirri þráhyggju að skapa nýtt líf. Í æði sínu fer hann ránshendi um kirkjugarða í leit að efniviði í nýju veruna sem hann mótar og vekur því næst til lífsins með rafmagni. En sköpunarverkið reynist vera svo hryllilegur vanskapningur að hann getur ekki átt samskipti við nokkra aðra lifandi veru. Skrímslið fyllist heift og leitar grimmilegra hefnda og líf Frankensteins verður upp frá því að ólýsanlegri martröð.

Rithöfundurinn Mary Shelley hóf ritun þessarar heimsþekktu sögu þegar hún var aðeins 18 ára gömul og kom hún fyrst út árið 1818 – en þá var Mary orðin 26 ára. Sagan af Frankenstein hefur haft stórfelld áhrif á heimsbókmenntasöguna enda er hún þekktasta hryllingssaga heimsins. Hún hefur getið af sér sjálfstæða grein hryllingssagna og kvikmynda og verið uppspretta ótal vangaveltna um sköpunargáfu mannsins og takmörk hennar.

Bókin er ríkulega skreytt fjölmörgum mikilfenglegum tréristum eftir Lynd Ward.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun