Flokkar:
Höfundur: Jennifer Clement
Í fjöllunum í Guerrero-héraði í Mexíkó er hættulegt að vera stúlka. Mæður dulbúa dætur sem syni, klippa hár þeirra stutt og sverta í þeim tennurnar, til þess að forða þeim frá klóm eiturlyfjasala sem öllu ráða.
Ladydi Garcia Martinez er viljasterk, sniðug og klár. Ladydi og vinkonur hennar láta sig dreyma um bjartari framtíð, þær standa saman og finna stöðugt eitthvað til að gleðjast yfir í hörðum heimi. Hún er ráðin sem barnfóstra hjá ríkri fjölskyldu í Acapulco og kynnist þar ástinni. En ógnir eiturlyfjasalanna eru skammt undan.