Árið 1807 gerðu Bretar stórskotaárás á Kaupmannahöfn og gengu Danir þá í lið með Frökkum. Breski flotinn var allsráðandi í norðurhöfum og hertók flest Íslandsskip.
Magnús Stephensen var á einu þessara skipa og í þremur dagbókarbrotum frá 1807-1808 lýsir hann ferð sinni, hertökunni, dvöl sinni í Leith og Kaupmannahöfn og tilraunum sínum til að koma landsmönnum til hjálpar. Hann gaf út Eftirmæli átjándu aldar á dönsku, skrifaði fræðigreinar, nam ensku og sótti tónleika og veislur hjá fyrirmönnum.
Napóleonsstyrjaldirnar eru alltaf í bakgrunninum, Kristján VII deyr og Friðrik VI tekur við ríkjum. Loks segir hann frá dvöl sinni í Björgvin þar sem hann leitaðist við að semja við norska kaupmenn um Íslandssiglingu. Einnig er hér birt ferðadagbók hans frá haustinu 1799.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun