Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Þórir Stephensen, Anna Agnarsdóttir

Árið 1807 gerðu Bretar stórskotaárás á Kaupmannahöfn og gengu Danir þá í lið með Frökkum. Breski flotinn var allsráðandi í norðurhöfum og hertók flest Íslandsskip.

Magnús Stephensen var á einu þessara skipa og í þremur dagbókarbrotum frá 1807-1808 lýsir hann ferð sinni, hertökunni, dvöl sinni í Leith og Kaupmannahöfn og tilraunum sínum til að koma landsmönnum til hjálpar. Hann gaf út Eftirmæli átjándu aldar á dönsku, skrifaði fræðigreinar, nam ensku og sótti tónleika og veislur hjá fyrirmönnum.

Napóleonsstyrjaldirnar eru alltaf í bakgrunninum, Kristján VII deyr og Friðrik VI tekur við ríkjum. Loks segir hann frá dvöl sinni í Björgvin þar sem hann leitaðist við að semja við norska kaupmenn um Íslandssiglingu. Einnig er hér birt ferðadagbók hans frá haustinu 1799.