Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Kristín Helga Gunnarsdóttir

Kennari hverfur sporlaust þegar hann skipuleggur vorferð í Landmannalaugar. Skömmu síðar birtist dularfullur maður sem býðst til að taka við starfinu. Leyndarmál fortíðar sameina félaga Ríólítreglunnar. Ógnarkraftar hulduheima toga í þá og saman mæta þeir örlögunum. Ríólítreglan æðir með lesandann suður til Kólumbíu, vestur á firði, um rústir álfabyggða og í fótspor ribbaldans Torfa sterka inn Jökulgil. Þar standa hulduverur vörð um fjallasali og kalla menn í björgin.

Áin dýpkaði hratt og hann teygði hendurnar til himins. Hann barðist úti í miðri á með organdi strauminn í brjóstið og horfði yfir á bakkann til Bergdísar sem stóð eins og drottning með faðminn útbreiddan í mynni gilsins. Sólin hneig á bak við Hatt og langir skuggar tindanna köstuðu sér eftir Jökulgilinu. Það var vornótt á fjöllum.

Bækur Kristínar Helgu njóta mikilla vinsælda, ekki síst þær sem sækja efnivið sinn í íslenskar þjóðsögur sem hún fléttar listilega inn í spennandi samtímasögu.

2.300 kr.
Afhending