Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Marian Keyes

„Eftir skamma stund lendum við á alþjóðaflugvelli Los Angeles. Vinsamlegast hafið sætin í uppréttri stöðu, verið viss um að þið séuð innan við 45 kíló og að tennurnar séu óaðfinnanlegar.“

Maggie Walsh hefur alltaf verið góða stelpan. Verið skynsöm. Farið eftir bókinni. Það er að segja, þar til hún fer frá manninum sínum og hleypst á brott til Hollywood. Í borg englanna eru meira að segja pálmatrén mjó. Hún dvelur hjá Emily vinkonu sinni sem er handritshöfundur á heljarþröm og allt í einu er Maggie farin að gera ýmislegt sem hún hefur aldrei gert áður. Eins og að vera með sólgleraugu í sturtu, að kynna handrit hjá kvikmyndaverum og svo hittir hún hinn dularfulla Troy, mann sem er svo viðloðunarfrír að hann er þekktur sem mennskt teflon.

Fylgdu Maggie á ferðalagi hennar frá úthverfum til útlitsbreytinga, þegar hún uppgötvar hvað það er sem hún vill í raun og veru fá út úr lífinu og hver hin
raunverulega ástæða fyrir brotthlaupi hennar er.

Marian Keyes er alþjóðlegur metsöluhöfundur sem fjallar gjarnan um alvarleg málefni á líflegan og óhefðbundinn hátt. Englar er fjórða bók hennar sem kemur út á íslensku og jafnframt sú fjórða í sagnaröðinni um hinar ólíku og óborganlegu Walsh-systur.

1.030 kr.
Afhending