Flokkar:
Höfundur: Josh Bazell
Peter Brown er ungur læknakandídat. Með fortíð. Einn daginn staldrar hann við á leið til vinnu sinnar á sjúkrahúsi á Manhattan til að horfa á dúfu berjast við rottu og einhver hálfviti reynir að ræna hann. Sá hefði betur látið það ógert. En þetta slær tóninn fyrir daginn. Kunningi úr fortíðinni dúkkar til allrar óhamingju upp á spítalanum. Og hótar hefnd mafíunnar. Peter Brown hefur sólarhring til þess að bjarga kunningjanum og lífi sínu í leiðinni. Það væri kannski ekki óvinnandi vegur, ef kunninginn væri ekki með alvarlegt krabbameinn og Brown ósofinn, á örvandi lyfjum og umkringdur hálfvitum.