Höfundur: David Nicholls
Tvær manneskjur, tuttugu ár. Emma og Dexter hittast þann 15. júlí 1988, kvöldið sem þau útskrifast. Daginn eftir skilur leiðir. Hvar verða þau sama dag að ári? Og árið þar á eftir?
Næstu tuttugu árin er gripið niður í líf þeirra þennan dag – 15. júlí – og fylgst með því hvernig þau lifa hvort sínu lífi, þó þau geti aldrei almennilega hvort án annars verið. Eftir öll þessi ár kemur merking þessa eina dags fyllilega í ljós og með henni kannski kjarni ástarinnar og lífsins sjálfs.
ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.
Friðrik Friðriksson les.