Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Harpa Rún Kristjánsdóttir

Ljóðabókin Edda eftir Hörpu Rún Kristjánsdóttur hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2019.

Í umsögn dómnefndar segir meðal annars um Eddu:
„Gleðin og sorgin takast á, tvinnast saman og verða loks eitt. […] Edda er heillandi og hófstillt verk þar sem hugsanir um æsku og elli fléttast saman, vega salt. Þræðirnir bindast og mynda vef sem sýnir okkur í nýju ljósi svo margt sem við þóttumst vita.“

Harpa Rún Kristjánsdóttir er bókmenntafræðingur og afdalabarn sem hefur birt ljóð í ýmsum tímaritum og skrifað ljóðprósa í ljósmyndabækurnar Þingvellir í og úr sjónmáli og On the road in Iceland. Edda er fyrsta ljóðabók hennar.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun