Lucas Corso er bókaveiðari, hefur þann starfa að þefa uppi sjaldgæfar bækur og verðmæt handrit fyrir sérvitra safnara. Hann er því kvaddur til þegar upphaflegt handrit að kafla í Skyttunum þremur eftir Alexander Dumas finnst í fórum velmetins bókasafnara sem hefur hengt sig. Fljótlega tekur málið að vinda upp á sig og verða æ furðulegra, einkum þegar persónur úr Skyttunum taka að skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum og eltingaleikur hefst við ýmsar gerðir bókar frá miðöldum sem ýmislegt bendir til að sjálfum Kölski hafi haft hönd í bagga með.
Dumasarfélagið er sakamálasaga sem ofin er af óvenju mikilli hugkvæmni og list rétt eins og fyrri bók Pérez-Reverte sem út hefur komið á íslensku, Refskák. Höfundurinn þykir hafa tekið upp merki höfunda á borð við Umberto Eco í bókmenntalegum leik samfara æsispennandi frásögn.
Eftir bókinni gerði Roman Polanski kvikmyndina The Ninth Gate, með Johnny Depp í aðalhlutverki.
Kristinn R. Ólafsson þýddi úr spænsku.