Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Sigurður Gylfi Magnússon

Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar nr. 9:

Fortíðardraumar fjalla með lýsandi dæmum um sjálfsbókmenntir á tuttugustu öld – sjálfsævisögur, endurminningarit, samtalsbækur, skáldævisögur, ævisögur – og helstu einkenni þeirra. Samhengi íslenskra sjálfsbókmennta er útskýrt og hvernig fræðimenn hafa nýtt slík ritverk. Að auki kemur fram með hvaða hætti sjálfið er mótað í dagbókum, bréfum, þjóðlegum fróðleik, viðtölum, minningagreinum, opinberum heimildum og með skynjun heimilda. Nýlegar birtingarmyndir sjálfsins eru rökræddar á gagnrýnin hátt í spegli menningarlegrar orðræðu samtímans.

Í bókarlok er að finna yfirgripsmiklar skrár þeirra Moniku Magnúsdóttur (yfir allar útgefnar sjálfsbókmenntir á 20. öld) og Kára Bjarnason (yfir sjálfsbókmenntir í handritum).