Mikilvægasta hlutverk heilans er að lifa af, ekki að líða vel.
Þegar okkur líður illa andlega er auðvelt að ímynda sér að eitthvað sé að. Þá er gott að láta minna sig á að kvíði og depurð eru náttúrulegt ástand, leifar langt aftan úr forneskju þegar lífsbaráttan var hörð og við áttum sífellt á hættu að deyja úr hungri eða af völdum sýkinga.
Við erum ekki gerð til þess að upplifa stöðuga vellíðan og hamingju – ef svo væri hefðu forfeður okkar ekki náð að lifa af og viðhalda lífkeðjunni. En bjargráðin eru til staðar.
Geðlæknirinn Anders Hansen útskýrir hér á aðgengilegan hátt ákveðna þætti í virkni heilans og hvað við getum gert til að létta okkur róðurinn.
Anders Hansen (f. 1974) er sænskur geðlæknir, fyrirlesari og vinsæll sjónvarpsmaður, en hann hefur gert þáttaraðir um huga og heilsu.
Grundvallarspurning hans í þessari bók er hvers vegna okkur líði svona illa þegar við höfum það svona gott. Hann skoðar líðan okkar og tilfinningar út frá sjónarhóli heilans; útskýrir á afar læsilegan og aðgengilegan hátt hvernig heilinn stjórnar andlegri líðan og hvað við getum gert til að okkur líði betur í samfélagi þar sem ört vaxandi hópur á við andlega vanlíðan að stríða. Bjargráðin eru til staðar.
Depurð og kvíði, innan ákveðinna marka, eru eðlilegt ástand. En bjargráðin eru til staðar. Með því að hugsa um líkamann, læra inn á virkni heilans og nýta okkur hreyfingu á markvissan hátt getum við létt á andlegum þyngslum, kvíða og depurð.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun