Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Guðrún frá Lundi

„Komdu til mín, Þórður.
Lofaðu mér að reyna að bæta svolítið fyrir það sem ég hef gert þér illt.“

Í þessu lokabindi Dalalífs hnýtir Guðrún frá Lundi endahnúta síns mikla verks og fylgir öllum helstu söguhetjum sínum í heila höfn. En hér er líka ný aðalpersóna, Dísa, dóttir Ketilríðar og Páls Þórðarsonar og fósturdóttir hjónanna á Nautaflötum. Þrátt fyrir gott atlæti getur hún ekki stillt sig um slúður og illmælgi frekar en móðir hennar, og það dregur dilk á eftir sér.

Dalalíf
er einn voldugasti sagnabálkur sem saminn hefur verið á íslensku, ríflega tvö þúsund blaðsíður, iðandi af lífi og ólgandi fjöri. Aldrei hefur hversdagslífi í íslenskri sveit á fyrri tímum verið gerð betri skil og við það bætast tugir minnisstæðra persóna sem lesanda finnst hann að lokum þekkja eins og sjálfan sig.

ATH. Tvær gerðir hljóðbóka eru í boði fyrir þessa vöru. Hljóðbókin er til á geisladiski (CD eða Mp3) sem afhendist í pósti eða úr verslun en einnig er hægt að fá hljóðbók sem er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á beint í gegnum app Forlagsins eða vafra (Hljóðbók – App). Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 22 klukkustundir og 51 mínútur að lengd. Þórunn Hjartardóttir les.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun