Boxnámskeið fyrir alla aldurshópa




Nánari Lýsing
Fitnessbox er fyrir þá sem hafa fyrst og fremst líkamsrækt í hyggju. Hnefaleikar hafa í aldanna rásverið tilvalin leið til að komast í gott alhliða form. Námskeið felur í sér æfingar tengdarlíkamsþyngd, lóðum, bjöllum og auðvitað boxhönskum. Námskeiðið er 8 vikur og kennt er 4 sinnum í viku.
Kvennabox eru glænýjir tímar hjá okkur í vetur þar sem að kennt er tæknivinna í bæði hnefaleikumog líkamsrækt, ásamt þrekæfingum. Lokað námskeið fyrir konur á öllum aldri sem vilja læra listina bakvið hnefaleika. Kennt er hnefaleika sem bardagaíþrótt, sjálfsvörn og holla líkamsrækt. Námskeiðið er 6 vikur og kennt er 2 sinnum í viku.
Krakkabox eru leikir og æfingar fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára. Miðað er við 1-5 bekk. Lagt er áherslu á að fjölbreytni í hreyfingum og krakkarnir fái að njóta sín. Hámarksfjöldi í námskeiði er 14 krakkar.
Unglingahópur er fyrir aldurinn 13-16 ára og ætlaðar þeim sem hafa litla eða enga reynslu á hnefaleikum. Miðað er við 6-10 bekk í grunnskóla. Æfingar byggjast á tækni og þrekæfingum þar sem lagt er áherslu á grunnhreyfingar. Í vetur verða diploma keppnir með lágmarkssnertingu þar sem metin er staða, fótaburður og gæði högga. Iðkendur geta valið um hvort þeir vilji taka þátt í keppnum.
Boxhópur er fyrir þá sem eru komnir yfir 16 ára aldur. Miðað er við framhaldsskóla.Hefðbundnar boxæfingar og grunntækni með áherslu
Stundartafla:
| kl. | Mánudagur | Þriðjudagur | Miðvikudagur | Fimmtudagur | Föstudagur | Laugadagur |
| 14:00 | Opinn tími | |||||
| 16:00 | Fitnessbox | |||||
| 16:45 | Unglingar | Krakkabox | Unglingur | Krakkabox | Unglingar | |
| 17:30 | Keppnislið | Keppnislið | Keppnislið | Keppnislið | Fitnessbox | |
| 18:30 | Box | Kvennabox | Box | Kvennabox | Box | |
| 19:30 | Fitnessbox | Fitnessbox |
Verðskrá:
Fitnessbox: Fullt verð 21.800 kr, Tilboðsverð 12.990 kr
Kvennabox: Fullt verð 9.900 kr , tilboðsverð 5.990 kr
Krakkabox: Fullt verð 8.900 kr, Tilboðsverð 5.490 kr
Unglingabox: Fullt verð 11.800 kr, Tilboðsverð 6.990 kr
Boxhópur: Fullt verð 11.800 kr, Tilboðsverð 7.490 kr
Um félagið:
Hnefaleikafélag Reykjaness var stofnað árið 2001. Félagið er í mikilli sókn og stendur árlega fyrir hnefaleikakeppni á Ljósanótt sem er ávallt vel sótt af heimamönnum og hleypir iðulega keppnistímabilinu af stað hér á landi. Við erum jafnframt dugleg að bjóða heim erlendum liðum – til að mynda frá Bandaríkjunum, Írlandi, Danmörku og Svíþjóð. Reglulegar keppnisferðir eru til Danmerkur og Írlands ár hvert og tekið er þátt í öllum innlendum mótum sem í boði eru. Æfingar eru hjá félaginu allan ársins hring í húsnæði þess í gömlu sundhöllinni við Framnesveg í Keflavík.
Smáa Letrið
- Námskeiðin hefjast í viku 36 eða frá 1-6 september 2014
- Inneignarbréfin afhendist í fyrsta tíma
- Öll námskeiðin fara fram hjá Hnefaleikafélagi Reykjaness sem er staðsett í gömlu sundlauginni við Framnesveg í Keflavík.
Gildistími: 01.09.2014 - 31.10.2014
Notist hjá
Vinsælt í dag







