Verndarar Barna - Námskeið hjá Blátt áfram

Nánari Lýsing

Staðsetning: Fákafen 9, 108 Reykjavík

Tími: 3 klukkustundir

Leiðbeinandi: Sigríður Björnsdóttir framkvæmdarstjóri Blátt áfram - vottaður leiðbeinandi af Darkness to Light útgefenda Verndarar Barna

Námskeiðið Verndarar barna boðar byltingu í fræðslu, forvörnum og viðbrögðum við kynferðislegri misnotkun á börnum. Markmiðið er að veita fullorðnu fólki öfluga fræðslu og markvissa þjálfun í að fyrirbyggja, þekkja og bregðast við kynferðislegri misnotkun barna af hugrekki og ábyrgð. Námsefnið Verndarar barna er sérhannað fyrir stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök sem þjóna börnum og unglingum – sem og einstaklinga sem bera ábyrgð á umönnun og verndun barna; sínum eigin eða annarra. Efnið byggist á 7 skrefa bæklingnum til verndar börnunum okkar. Innifalið í verði er verkefnabók og stefnumótunarupplýsingar fyrir félagasamtök, stofnanir og fyrirtæki sem vinna með börnum.

Sigríður Björnsdóttir er annar stofnandi Blátt áfram og hefur starfað við samtökin í fullu starfi síðan þau urðu sjálfstæð 2006. Sigríður heldur erindi og umræðu um málaflokkinn, lífsleikni til unglinga, aðstoða íþróttafélög að móta sér stefnu varðandi samskipti fullorðinna og barna, svarar fyrirspurnum sem koma til félagsins í gegnum síma og tölvupósta. Einnig í samskiptum við yfirvöld og stofnanir með ráðgjöf um mikilvægi forvarna og þætti þeirra að efla stefnu og framkvæmdaráætlun stofnanna sem starfa með börnum. 

 

 

Smáa Letrið

Námskeiðin eru einungis haldin ef lágmarksþátttaka næst, þ.e. 5 manns. Annars eru skráningar færðar á næsta námskeið sem hentar.  Námskeiðið er haldið á skrifstofu Blátt áfram í Fákafeni 9, 108 Reykavík

Gildistími: 11.10.2012 - 01.11.2012

Notist hjá
Blátt áfram, Fákafen 9, 108 Reykjavík blattafram@blattafram.is

Vinsælt í dag