Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Hvað gerist ef vatnið hverfur? Áríðandi, áhugaverð og ógnvekjandi skáldsaga um áhrif umhverfisbreytinga.

2017: Signe er komin á sjötugsaldur þegar hún heimsækir æskustöðvarnar í Noregi. Þar blasa við umfangsmiklar virkjunarframkvæmdir, og hún siglir skelkuð á
braut til að hitta mann sem hún eitt sinn elskaði. Hún á við hann áríðandi erindi. Hún er ein um borð í skútunni sinni, sem heitir Blá – en neðan þilja geymir hún undarlegan farm.

2041: Aldarfjórðungi síðar er David á flótta norður eftir Frakklandi með lítilli dóttur sinni. Endalausir þurrkar hafa hrakið þau að heiman þar sem miskunnarlausir eldar geisa. Dag einn finna þau vel falinn bát á eyðibýli langt úti í sveit og ótal spurningar vakna …

Maja Lunde er meðal þekktustu rithöfunda Noregs og lýsir hér í spennandi frásögn hörmulegum afleiðingum græðgi, hugsunarleysis og hroka. Blá hefur vakið verðskuldaða athygli og verið gefin út í fjölda landa.

Ingunn Ásdísardóttir þýddi.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 10 klukkustundir og 11 mínútur að lengd. Ingunn Ásdísardóttir og Hjörtur Jóhann Jónsson lesa.

4.040 kr.
Afhending