Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Ævar Þór Benediktsson

Þín eigin ráðgáta eftir Ævar Þór Benediktsson er öðruvísi en aðrar bækur. Hér ert þú söguhetjan og stjórnar ferðinni. En verkefnið er ekki auðvelt. Einn daginn vaknarðu og ekkert er eins og áður. Allir símar eru ónýtir. Samfélagsmiðlar eru hættir að virka. Tölvuleikir hafa þurrkast út. Hvað í ósköpunum gerðist? Þér er falið að leysa gátuna enda hefurðu sýnt og sannað að ekkert er of snúið fyrir þig. Eða hvað?

➣ Næstum 40 mismunandi endar.
➣ Sögulok spanna allt frá eilífri hamingju að bráðum bana.
➣ Ævintýralega góð skemmtun fyrir alla krakka.

Þín eigin ráðgáta er áttunda bókin í einum vinsælasta íslenska bókaflokki síðari ára.