Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Stine Stregen

Danska listakonan StineStregen er þekkt í heimalandi sínu fyrir næmt auga, lipran penna og leiftrandi kímnigáfu. Í þessari myndasögubók varpar hún upp svipmyndum úr lífi unglingsstúlku, þar sem hún lýsir sorgum, gleði, áhyggjum og flækjum unglingsáranna. Allt frá hormónunum, félagsþrýstingnum og samfélagsmiðlunum til samskiptanna við eldri kynslóðina (sem getur verið alveg rosalega pínleg og vill blanda sér í allt). Bráðskemmtileg bók fyrir alla núverandi og fyrrverandi unglinga.

,,Þó að bókin gangi út á sjálfsmynd unglingsstelpuáranna þá er auðvelt fyrir hvern sem er að tengjast innihaldinu. Við erum nefnilega ekki svo ólík þegar kemur að þessu mannlega.‘‘ – Halldór Baldursson