Höfundar: Anders Jacobsson, Sören Olsson
Bert er kominn aftur, jafn frábær og fyndinn og áður. Með sér hefur hann sína tryggu fylgisveina, hinn síhrædda Litla-Eirík og mikilmennskubrjálæðinginn Áka. Í skólanum getur hinn lífshættulegi Sleggi leynst hvar sem er og svo birtast nýjar stelpur sem gæti verið gaman að spá dálítið í.
Bert og kalda stríðið er fyrsta bókin í nýjum bókaflokki um Bert og vini hans.
Jón Daníelsson þýddi.
Mál og menning gefur út.