Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Sofie Sarenbrant

HVAÐ GERÐIST ÞENNAN ÖRLAGARÍKA DAG?
Emma Sköld, fulltrúi hjá lögreglunni í Stokkhólmi, vaknar á sjúkrahúsi og hefur ekki hugmynd um hvað kom fyrir hana. Það síðasta sem hún man er að hún fór í útreiðartúr og skyldi fjögurra vikna gamla dóttur sína eftir í umsjá Kristoffers, föður barnsins. Í ljós kemur að Emma hefur legið í dái í fimm mánuði eftir reiðslys þennan dag. Á meðan hefur Hillevi, fyrrum kærasta Kristoffers, tekið að sér að sjá um stúlkubarnið og gengið því í móðurstað – hlutverk sem Hillevi er ekki tilbúin að láta af hendi. Emma veit að það er eitthvað sem gengur ekki upp. Hún reynir eftir fremsta megni að rifja upp hvað gerðist daginn sem slysið varð og smám saman verður hún sannfærð um að glæpur hafi verið framinn, að einhver hafi verið valdur að slysinu.
Á meðan Emma liggur á gjörgæsludeild er hún örugg – en svo er hún flutt á opna deild þar sem gestir hafa óheftan aðgang. Barnfóstran er önnur bókin á íslensku um Emmu Sköld. Sofie Sarenbrant hefur þrívegis verið valin glæpasagnahöfundur ársins í Svíþjóð.