Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Árni Larsson

Augnablikasafnið er fjórtánda bók Árna Larssonar. Í bókinni eru áttatíu og fimm ljóð. Höfundi verður tíðrætt um orð og skáldskap og konur eru orkulindir í sumum ljóðanna. Hvað er skáldskapur og hvað er ekki skáldskapur? Hafa orðin ást, elska, kærleikur sömu merkingu eða ólíka?

Orð eru ekki líflausir púsluplástrar með tölustöfum á sonnettumúmíu / tíðarandi tattúverar lifandi / tungu yrkir höfundur á einum stað. Ótti, sorg, dauði eru líka yrkisefni og höfundur gleymir ekki brosinu og glæpum og öðrum boðflennum í dramatíkinni.

Fjögur myndverk eftir höfundinn prýða bókina, bæði frumsköpuð og þegar – gerð. Persónugalleríið í ljóðabókinni er athyglisvert.

3.460 kr.
Afhending