Höfundar: Gray Poehnell, Norman E. Amundson
Dr. Norman E. Amundson er þekktur kanadískur prófessor sem hefur gefið út fjölda rita um starfsráðgjöf. Í þessari handbók, Stefnt að starfsframa, sem jafnframt er verkefnahefti, er kynnt til sögunnar starfsráðgjafalíkan sem hann hefur þróað í samvinnu við reynda ráðgjafa og fræðimenn á þessu sviði. Efnið er sett fram á einkar myndrænan og auðskiljanlegan hátt fyrir einstaklinga sem standa frammi fyrir því að taka ákvarðanir um starfsval.