Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Átta fjöll er einstæð saga um sterka og einlæga vináttu tveggja drengja sem eiga sér ólíkan bakgrunn og hvernig samband þeirra þróast, breytist og reynir á þá í áranna rás.

Pietro er einmana strákur sem elst upp hjá foreldrum sínum í Mílanó. Það eina sem sameinar fjölskylduna er ástin á fjöllum Norður-Ítalíu og þangað fara þau á hverju sumri. Þar kynnist Pietro kúahirðinum Bruno, sem þekkir fjöllin en er um leið rígbundinn þeim.

Þeir eyða sumrunum í að kanna þau og læra um leið að þekkja hvor annan og sjálfa sig, hæfileika sína, tilfinningar og takmarkanir. Og þótt leiðir þeirra skilji og Bruno verði um kyrrt uppi í fjöllum en Pietro flakki um heiminn slitnar bandið sem tengir þá saman aldrei.

Paolo Cognetti er rithöfundur frá Mílanó sem býr ýmist í New York eða í fjallakofa í Ölpunum. Átta fjöll varð metsölubók á Ítalíu og hlaut Strega-verðlaunin, virtustu bókmenntaverðlaun Ítala, árið 2017, og einnig Strega Giovani-verðlaunin fyrir bestu bók ungs rithöfundar. Bókin hefur vakið mikla athygli víða um heim og verið þýdd á yfir 30 tungumál.

Brynja Cortes Andrésdóttir þýddi.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 7 klukkustundir og 18 mínútur að lengd. Arnmundur Ernst Backman les.

4.040 kr.
Afhending