Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Ástarsaga fjallar um unga Reykjavíkurstúlku og franskan fréttaljósmyndara sem kynnast og verða ástfangin í aðdraganda fundar Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta og Mikhails Gorbatsjev, leiðtoga Sovétríkjanna, í Höfða í Reykjavík haustið 1986, fundar sem átti eftir að breyta heimssögunni. Sagan gerist á fimm dögum í kringum fundinn og næstu fimm ár á eftir, þar sem allt var smám sama til lykta leitt og veröldin losuð úr viðjum.

Steinunn Ásmundsdóttir er fædd 1966, rithöfundur, ljóðskáld og blaðamaður, búsett í Reykjavík. Ástarsaga er áttunda bókin sem hún sendir frá sér, en áður hafa komið út eftir hana sex ljóðabækur og sannsagan Manneskjusaga (2018) sem hlaut lofsamlega dóma.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun