Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Árni Bergmann, Gunnar Eyjólfsson

Gunnar Eyjólfsson hefur leikið mörg dramatískustu hlutverk leikbókmenntanna á sviði og hlotið mikið lof fyrir. Ævi hans sjálfs hefur þó ekki síður verið viðburðarík og átakamikil og stundum hefur sá eldur sem á honum brennur verið heitur.

En lífið er ekki eintómt drama. Lífið er bernskubrek suður með sjó, leiklistarnám í London, dans við Bretaprinsessu, ævintýralegar leikferðir um landið, heimshornaflakk, afrískir galdramenn og sýrlenskir peningasmyglarar, leiksigrar og ógleymanlegir samferðamenn, fjölskylda og vinátta – og lífið er umfram allt trú og leit að fótfestu og lífsskoðun.

Árni Bergmann rithöfundur hefur skráð einlæga og eftirminnilega frásögn Gunnars af næmi og stílfimi.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun