Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Jónína Leósdóttir

Nína veit ekki hvernig hún á að taka því þegar sjötugur faðir hennar er kominn með kærustu, örfáum vikum eftir lát eiginkonu sinnar. En stjörnuleikkonan Sunna, systir Nínu, velkist ekki í vafa: Hún vill slíta öllu sambandi við föður sinn. Strax!

Eins og sönnum máttarstólpa fjölskyldunnar og sómakærri prestfrú sæmir reynir Nína að miðla málum. Þó hefur hún meira en nóg á sinni könnu – fjárhagurinn er í molum, dæturnar tvær valda henni áhyggjum og eiginmaðurinn þráast við að lesa hugsanir hennar.

Ástandið í fjölskyldunni verður sífellt skrautlegra og loks er suðumarki náð.

Skáldsagan Allt fínt … en þú? segir frá nokkrum mánuðum í lífi tæplega fertugrar konu í Reykjavík. Konu sem kann ekki að segja nei og vill svo gjarnan vera góð við alla … og hættir þess vegna til að vanrækja sjálfa sig. Bráðfyndin saga um grafalvarleg málefni sem geta komið upp í hvaða fjölskyldu sem er.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 8 klukkustundir og 18 mínútur að lengd. Sigríður Eyrún Friðriksdóttir les.

3.460 kr.
Afhending