Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Sigurður Bogi Sævarsson

Allskonar fólk er söguefnið í þessari myndríku bók. Hér má finna tugi líflegra frásagna, fróðleik sem höfundur hefur skráð og safnað saman í áratugi.

Dansinn dunar og Sæmi rokk stígur sporin af list. Forsætisráðherrann unir sér vel í sveitinni og tunglfarar minnast ferða á mánann, sem áttu upphaf sitt á Íslandi. Bærður í Ólafsvík róa til fiskjar og afreksmaður í afskekktri sveit gefst ekki upp. Þá gera álfar og huldufólk vart við sig. Listmálarar leika sér með liti og birtu, sólarljósið sem blind kona vestur á fjörðum segir ekki nauðsynlega.